Gift eða Rán?

Ég er ekki fjármálagúrú en hvernig getur félag sem hefur bara einn tilgang - að greiða út fé - endað á því að skulda fyrir 2 milljarða?  Þetta eru semsagt yfrir tvö þúsund milljónir í skuld!  Ég tel mig vera í mjög góðri vinnu en það tæki mig rúmar tvær aldir að vinna mér inn tvö þúsund milljónir - fyrir skatta nota bene!  Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju þetta félag skuldar eithvað yfir höfuð.  Var tilgangur þess ekki að greiða út fé sem var þegar til?

 

Og að sjáfsögðu er þetta engum að kenna og enginn er ábyrgur.  Þetta er mjög gott dæmi um hve spillt og rotið Íslenska fjármálaundrið var orðið.


mbl.is Hart tekist á í stjórn Giftar á meðan verðmæti brunnu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með hverra leyfi og umboðs voru þessir menn að leika sér með peninga okkar sem tryggðum hjá samvinnufélaginu Samvinnutryggingar GT. um áratugaskeið? Ég hef greitt iðgjöld til þess félags frá árinu 1959 vegna trygginga af bílum, húseignum, fiskiskipum, og atvinnuhúsnæði, auk persónulegra trygginga vegna fjölskyldunnar, allt til að VÍS tók við þeim . Taldi mig eiga þarna inni verðmæti. Mig rekur ekki minni til að neinn hafi leitað álits míns hvernig ráðstafa ætti þessu fé okkar samvinnumanna. Ég lýsi sök á hendur þeirra sem þarna sólunduðu tvö þúsund miljónum sem þeir áttu ekki. Lít þannig á að þeir hafi stolið þessu fé. Að þeir séu þjófar sem verði að sækja til saka. Það varpar ljósi hvor mönnum eins og t.d. Finni Ingólfssyni hefur verið frjálst aðgengi í þessa sjóði. Ég mun krefjast svara.

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:59

2 identicon

Fardu i mal vid tha, hlytur ad fa gjafsokn eda einhver er til i ad taka thetta ad ser pro bono t.d. atli gislason logmadur

Jon (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einn af 300.000

Lýsing? Já ljósakerfið hér er nokkuð gott - 220V 50hz - bara eins og heima!

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Ég er bara ég, þetta eru bara mínar skoðanir...
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband